Ekki missa af þessu

Fyrirlestur hjá Þjóðminjaverði

Frá Norræna félaginu:

Safnastarf á Íslandi í norrænu samhengi

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, heldur erindi í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands miðvikudaginn 28. nóvember, kl. 12.05. Hún segir frá
reynslu sinni af norrænu samstarfi og hvers virði það hefur verið í uppbyggingu
Þjóðminjasafns Íslands.

Erindið er hluti af fyrirlestrarröð sem Norræna félagið heldur í samvinnu við
Þjóðminjasafn Íslands sem spannar allt árið og nefnist Hinar ýmsu hliðar
norræns samstarfs.

Norræna félagið á Íslandi leit dagsins ljós árið 1922 og er því 90 ára á árinu
2012. Fyrirlestarröðin er hluti af afmælisdagskrá félagsins.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Til forældre med dansktalende børn
Vi inviterer hermded dig og dine børn til en hyggestund i børnehulen i
Nordens Hus bibliotek, lørdag den 24. november kl 11.00 – 12.00.  Hyggestunden
er for børn mellem 1- 7 år, men ældre børn er naturligvis velkommen.  Vi læser
og snakker sammen.
Velkommen i biblioteket i Nordens Hus

Til foreldra með dönskumælandi börn
Sögustund á dönsku verður í Barnahellinum í bókasafni Norræna hússins
laugardaginn 24. nóvember kl. 11-12.00. Sögustundin er ætluð börnum frá 1-7
ára, en eldri börn eru að sjálfsögðu velkomin líka.  Við ætlum að lesa sögur og
tala saman.
Verið velkomin í bókasafn Norræna hússins.

                                                                                                                                                                                             Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...