Ekki missa af þessu

Hættumerki á norðurslóðum

Lauslega þýdd grein Tony´s Leather, 27. apríl. Af Greenland Today.

Það var fyrir næstum fimmtíu árum sem fyrsta ráðstefna um hvítabirni var haldin, þegar fólk úr 46 félögum ræddu málin í Fairbanks í Alaska. Þetta var í september 1965. Á þeim tíma var það alltof algengt að menn smöluðu dýrunum í hópa með því að fljúga að þeim á litlum flugvélum og beint í fang veiðimanna. Athæfi þessi voru fordæmd og veiðar með þeim hætti bannaðar.

Á þeim tíma var áætlað að um 30.000 birnir væru til á víðsvegar á norðurslóðum en nú er fjöldinn talinn vera allt að 25.000 og heimkynnum deilt í nítján svæði. Á átta þeirra er talið að fækkun sé áhyggjuefni.

Ísinn á norðurslóðum er má segja í sögulegu lágmarki en mælingar sýna að ísinn hörfar hægt og bítandi. Elsti og þykkasti ísinn hverfur og í nóvemberhefti „Nature Magazine“ er sagt að ís hafi ekki minnkað svo mikið síðustu 1500 ár sem nú.

Vegna breyttra aðstæðna þurfa birnirnir nú að synda allt að 50 km eftir fæði og fullyrt er að einn björn hafi synt á sjötta hundrað km á þrettán dögum, stanslaust!

Það er lífsnauðsynlegt fyrir birnurnar að ná að safna sem mestum forða, þ.e. fitu og sem mestri þyngd fyrir veturinn. Þetta er auðvitað ekki síður lífsspursmál fyrir húnana sem þurfa sterka mömmu.

Þó hvítabirnir séu ekki taldir í útrýmingarhættu, er ýmislegt sem bendir til að lífsskilyrðum þeirra sé ógnað í framtíðinni og helst að örugg heimkynni þeirra í nánustu framtíð verði á norðvestur Grænlandi og norðvestur Kanada þar sem ísinn hverfur ekki svo glatt.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...