Árni Valur Vilhjálmsson frá Nonna Travel sýnir Önnu Andersen blaðamanni Grapevine hve breitt Scoresbysundið er en það er breiðasta sund heims og eitt það lengsta líka.
Í nýjasta tbl af Grapevine, sem er fríblað um það sem er að gerast á Íslandi og er á ensku, stílað upp á ferðamenn, er heilmikil umfjöllun um Grænland.
Ritstjóri blaðsins, Anna Andersen, fór í þriggja daga reisu til Ittoqqortoormiit í félagsskap Árna Vals Vilhjálmssonar hjá Nonni Travel og ljósmyndarans Ryans Parteka. Heilmikil umfjöllun er um landið, þó að langmestu Scoresbysund og þar um kring, einnig um tónlist og ýmislegt fleira.
Á forsíðunni er mynd frá Tasiilaq með fyrirsögninni: “Go too Greenland while it´s still cool” (sem Kalak hvetur auðvitað alla til að gera) og heilmikil grein inni í blaðinu sem ber fyrirsögnina “I left my heart in Ittoqqortoormiit”.
Fróðlegt og skemmtilegt í alla staði og við hvetjum fólk til að nálgast Grapevine en það má finna í bókabúðum og á bensínstöðvum, svona m.a.
http://www.grapevine.is/Travel/ReadArticle/I-Left-My-Heart-In-Ittoqqortoormiit-Greenland