Ekki missa af þessu

I Left My Heart In Ittoqqortoormiit

Árni Valur Vilhjálmsson frá Nonna Travel sýnir Önnu Andersen blaðamanni Grapevine hve breitt Scoresbysundið er en það er breiðasta sund heims og eitt það lengsta líka.

 

Í nýjasta tbl af Grapevine, sem er fríblað um það sem er að gerast á Íslandi og er á ensku, stílað upp á ferðamenn, er heilmikil umfjöllun um Grænland.

Ritstjóri blaðsins, Anna Andersen, fór í þriggja daga reisu til Ittoqqortoormiit í félagsskap Árna Vals Vilhjálmssonar hjá Nonni Travel og ljósmyndarans Ryans Parteka. Heilmikil umfjöllun er um landið, þó að langmestu Scoresbysund og þar um kring, einnig um tónlist og ýmislegt fleira.

Á forsíðunni er mynd frá Tasiilaq með fyrirsögninni: “Go too Greenland while it´s still cool” (sem Kalak hvetur auðvitað alla til að gera) og heilmikil grein inni í blaðinu sem ber fyrirsögnina “I left my heart in Ittoqqortoormiit”.

Fróðlegt og skemmtilegt í alla staði og við hvetjum fólk til að nálgast Grapevine en það má finna í  bókabúðum og á bensínstöðvum, svona m.a.

http://www.grapevine.is/Travel/ReadArticle/I-Left-My-Heart-In-Ittoqqortoormiit-Greenland

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...