Nú í byrjun nóvember kemur út aldeilis flott ljósmyndabók hans Carsten Egevang, ljósmyndara frá Danmörku. Carsten hefur dvalist annað veifið á Grænlandi og mest á austurströndinni, við Scoresbysund og myndirnar í bókinni eru að miklu leyti þaðan.
Carsten var einmitt í Ittoqqortoormiit þegar leiðangursmenn Hróksins og Kalaks voru þar um sl páska og smellti hann myndum af viðuburðum þar.
Með því að skoða þennan hlekk má kíkja bókina hans Egevang, “Life at the edge” og á bls 22 eru myndir frá skákviðburðum. Þetta eru magnaðar myndir sem hér má sjá:
http://issuu.com/egevang/docs/edge_teaser_issuu