Kalak hefur til sölu jólakort til styrktar starfinu. 10 stykki á þúsundkall sem þykir nokkuð hagstætt í dag. Hin hjartastóra Lilja Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og Grænlandsvinur, lét útbúa kortin og færði Kalak til fjáröflunar.
Myndina teiknaði vinkona Lilju, hin fimm ára gamla Iluuna Inuudduaqqutsu sem er frá Tasiilaq og inni í kortinu er prentuð jóla- og áramótakveðja á bæði íslensku og grænlensku.
Þau sem áhuga hafa á að styðja við Kalak og senda skemmtileg jólakort í ár, vinsamlega hafið samband við:
Arnar Valgeirsson í Reykjavík: arnar@redcross.is
Skúla Pálsson í Kópavogi: sp@verkis.is
Halldór Björnsson á Selfossi: halldorbjorns@simnet.is