Ekki missa af þessu

Jólakort til styrktar Kalak

Kalak hefur til sölu jólakort til styrktar starfinu. 10 stykki á þúsundkall sem þykir nokkuð hagstætt í dag. Hin hjartastóra Lilja Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og Grænlandsvinur, lét útbúa kortin og færði Kalak til fjáröflunar.

Myndina teiknaði vinkona Lilju, hin fimm ára gamla Iluuna Inuudduaqqutsu sem er frá Tasiilaq og inni í kortinu er prentuð jóla- og áramótakveðja á bæði íslensku og grænlensku.

Þau sem áhuga hafa á að styðja við Kalak og senda skemmtileg jólakort í ár, vinsamlega hafið samband við:

Arnar Valgeirsson í Reykjavík: arnar@redcross.is

Skúla Pálsson í Kópavogi: sp@verkis.is

Halldór Björnsson á Selfossi: halldorbjorns@simnet.is

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...