Ekki missa af þessu

Polar bear blog

Á samskiptavefnum facebook er til síða sem heitir The Polar bear blog og þar er vísað í hinar ýmsu greinar, héðan og þaðan, þar sem ísbirnir koma við sögu. Grænland er auðvitað þar á meðal en mikið er um greinar og myndir eftir vísindamenn sem ferðast á norðlægum slóðum.

37 mynda sería birtist nýlega eftir ljósmyndarann Sergeydolya og eru hreint frábærar þar sem birna með afkvæmi sitt er á ferðalagi við Frans Josefs land austan við Svalbarða. Margt áhugavert má sjá á þessari síðu, m.a. hvað bjössarnir þurfa stundum að leggja á sig við fæðuleit og sumir sem þarna skrifa hafa lent í honum heldur betur kröppum. Enda getur það verið upp á líf og dauða að mæta þessum skepnum úti á ísnum.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...