Ekki missa af þessu

Qaqqat Alanngui

Nú má sjá grænlenskan spennutrylli eða kannski fremur hroll með þjóðlegu ívafi í Bíó Paradís. Skuggarnir í fjöllunum eða  Qaqqat Alanngui hefur dregið nær tuttugu þúsund manns í bíó á Grænlandi, af þeim 56 þúsund sem þar búa. Hún var gerð 2011 og leikstjóri er Malik Kleist en Freyr Líndal Sævarsson kvikmyndaði.

Myndin fjallar um nokkur ungmenni sem ætla að dvelja í fjallaskála í nokkra daga en verða þess fljótlega áskynja að þau eru ekki alveg ein þarna á fjöllum.

Eða eins og Þórarinn Þórarinsson segir í dómi sínum á kvikmyndavefnum Svarthöfða:

“Og fljótlega skýtur upp kollinum hettuklæddur skrattakollur í selskinnsgalla sem áhorfendur vita að boðar ekkert gott þar sem við fengum að sjá hann skera ungan mann á háls í upphafsatriði myndarinnar sem átti sér stað átta mánuðum áður en unglingarnir hressu lögðu upp í sína feigðarför”.

Dóm Þórarins má sjá hér: http://svarthofdi.is/gagnryni/qaqqat-alanngui-skuggarnir-i-fjollunum

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...