Ekki missa af þessu

 Í fimmta sinn á jafnmörgum árum fer leiðangur frá skákfélaginu Hróknum til Ittoqqortoormiit eða Scoresbysunds nú fyrir páskana. Það var árið 2003 sem Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, fór í fyrstu skákferðina með her þekktra skákmanna með sér og setti upp stórmót í Qaqartoq. Síðan þá hefur félagið einbeitt sér að austurströnd landsins þar sem félagslegar aðstæður barna eru ívið lakari og minni tilboð á afþreyingu.

Farnar hafa verið yfir 20 ferðir og öll þorp austurstrandarinnar heimsótt. Gefin hafa verið hátt í 1000 skáksett þannig að finna má skákborð hjá velflestum fjölskyldum og nú er starfandi félag í Tasiilaq, Löberen eða Biskupinn, sem er býsna virkt og heldur nokkur mót árlega.

Um páskana 2007 fór fyrsti leiðangur Hróksfólks til Ittoqqortoormiit, einhvers einangraðasta þorps á norðuslóðum. Börnin tóku skákinni fagnandi og vitað er að spenningur er í mannskapnum vegna fyrirhugaðrar ferðar, enda verja krakkarnir páskafríinu sínu í skólanum við taflmennsku. Árangur krakkanna við skákborðið er magnaður á þessum fáu árum, enda kunni nánast enginn mannganginn í fyrstu en nú mæta öll 80 börn bæjarins og þó spennann sé í hámarki er gleðin algjörlega við völd.

Skáktrúboðar undirbúa leiðangur

 

Ingibjörg Edda Birgisdóttir, fyrrum Íslandsmeistari kvenna, verður yfirkennari í ferðinni og verður stúlkunum mikil fyrirmynd því þó karlar hafi verið í meirihluta trúboðsins að undanförnu þá eru stelpurnar enginn eftirbátur þeirra við borðið og eru ótrúlega fljótar að tileinka sér skákina. Hrund Þórsdóttir, blaðamaður, mun gera ferðinni góð skil og rifjar nú upp trixin frá því í grunnskólakeppnunum. Tim Vollmer sem áður hefur verið hirðljósmyndari Hróksins, festir allt og alla sem fyrir verða á filmu en hann teflir nú á netinu sem óður og ætlar að sýna takta við skákborðið. Arnar Valgeirsson er leiðangursstjóri en hann hefur farið nokkrar ferðir með Hróksfólki og sá eini úr hópnum sem áður hefur komið svo langt norðureftir.

Miðvikudagskvöldið 30. mars voru leiðangursmenn með kynningu á verkefninu hjá Skákakademíu Reykjavíkur, í máli og myndum. Tóku þau svo öll þátt í móti þar sem ungt og efnilegt skákfólk tók þátt, ásamt reyndari mönnum. Geta ferðalangar þakkað fyrir að ekki verður mótspyrna yngri kynslóðarinnar jafn gríðarlega öflug eftir nokkra daga. Ferðir þessar hafa undanfarin misseri verið undirbúnar í góðu samstarfi við Kalak og hafa Grænlandsfarar Hróksins komið að ýmsum verkefnum varðandi komu “sundkrakkanna” á haustin.

Eymundsson, Actavis, Tele-post á Grænlandi og vonandi fleiri fyrirtæki sjá til þess að öll börn fá vinninga.ís-spor gefur bikara og verðlaunapeninga en fjárstyrkur fékkst frá Sermersooq sveitarfélaginu (sem nær frá Nuuk yfir á austurströndina) sem gerði það að verkum að hægt var að halda áfram þessu góða starfi. Ferðalangar munu blogga um ferðina á

http://godurgranni.blog.is/blog/godurgranni/ 

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...