Síðasliðinn föstudag var opnuð sýning um heimskautafarann Fridtjof Nansen í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta kemur fram á vefsíðunni www.noregur.is
Þar sem 150 ár eru liðin frá fæðingu Nansens og 100 ár síðan Roald Amundsen náði því marki að verða fyrstur manna á Suðurpólinn var opnuð sýning um mannvininn, heimskautafarann og vísindamanninn Fridtjof Nansen í Ráðhúsinu. Þetta er yfirlitssýning um líf hans og störf og stendur hún til 31. desember.
Dag Wernö Holter, sendiherra Noregs á Íslandi, opnaði sýninguna.
Myndina á Nasjolanmuseet en hún sýnir skipið hans Nansens, Frem á ísnum.