Ekki missa af þessu

Uros í Nuuk

Uros Matovic er þrítugur sjálfboðaliði hjá Rauða krossi Íslands. Hann kemur frá Serbíu þar sem hann hefur stúderað mannfræði og byggingarlist. Helsta áhugamál hans eru ferðalög og markmið hans er að heimsækja eins mörg lönd og hægt er og helst að vinna að rannsóknum í öllu sem tengist mannlegu eðli. Draumur piltsins er að komast að í rússneskum leiðangri þar sem tungumál minni þjóðflokka í austur-Evrópu sem og í Asíu eru krufin til mergjar.

 

Uros heillaðist af sögu Grænlands og þegar hann skoðaði myndir frá austur-Grænlandi ákvað hann að komast til landsins, þrátt fyrir létta pyngju. Þegar auglýst var vikuferð til Nuuk á sérstöku tilboði í byrjun vetrar sló piltur til og lagði í könnunarleiðangur með myndavélina sína.

 

Uros lætur sig dreyma um framandi lönd og staði, en hann hefur verið afar duglegur að ferðast um Evrópu og er hinn mesti viskubrunnur. Nú nýverið fann hann ferð til Kína á nokkuð niðursettu verði og sló til þannig að næsti viðkomustaður er Shanghai.

 

En hér má sjá hvernig Nuuk kemur serbneskum mannfræðingi fyrir sjónir og þess má geta að arkítektúrinn og þá sérstaklega litirnir áttu hug hans allan.

Kalak óskar herra Matovic velfarnaðar í Kína sem og öllum öðrum löndum sem hann mun stíga fæti á næstu árin.

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...