Ekki missa af þessu

Vinir Íslands

Í Gertrud Rask salnum á Hótel Hans Egede var stofnfundur “Vina Íslands” haldinn þann 3. febrúar. Mynd og grein eru tekina af vefnum sermitsiaq.ag

Velkominn til Vina Íslands

Vinafélag Grænlands og Íslands “Islandip kammai/Islands venner” hefur verið stofnað.Mikill áhugi er fyrir því.

Það var föstudaginn 3. febrúar sem félagið sá dagsins ljós. Um þrjátíu manns mættu á stofnfundi fe´lagsins sem hefur að markmiði að efla samband Grænlands og Íslands á sviði menningar, atvinnnu, menntunar sem og auka samskipti íbúa landanna.

Félagið á að taka þátt í að skapa tækifæri fyrir ýmsa starfsemi og stuðla að nýjum hugmyndum sem að geta aukið á samskipti landanna. Félagið er opið öllum á Grænlandi sem hafa áhuga á Íslandi og fyrir þá sem vilja koma að einhverjum málum sem að tengjast landinu. Nú, eða tengast öðrum Grænlendingum sem eru Islandsáhugamenn.

Þeir sem mættu á fundinn höfðu fyrir því ýmsar ástæður, sumir vildu styrkja tengsl landanna á mismunandi sviðum, einhverjir áttu vini og ættingja á Íslandi meðan aðrir höfðu hreinlega fallið fyrir eldfjallaeyjunni. Eins og ein þátttakenda  sagði; “ég er ástfangin af Íslandi“.

Það er frábært að upplifa áhugann fyrir vinafélagi við nágrannaland okkar. Það gátum við séð á andlitsbókinni þar sem að við erum með prófíl og síðu” segir Inga Dóra Markussen. Þess vegna ákváðum við að efna til stofnfundar, en hún hafði ásamt Poul Jensen frumkvæði að stofnun félagsins.

Þau voru einnig valin í stjórn félagsins og með þeim; Heidi Lund Hansen, Björn S. Heidi Lund Hansen, Björn Sigurdsson, Salomine Villadsen, Jeanette Holding, Georg Olsen, Gujo Thorsteinsson og Salomine Villadsen.

Hrútspungar og Svið.

Fyrsta verkefni félagsins verður að taka upp samvinnu með íslensk-grænlenska félagið Kalak og stuðla að uppákomu innan mánaðar.

Sú uppákoma mun innihalda ýmislegt af íslenskri matarhefð, svosem; súrum hrútspungum, sviðnum lambahöfðum, hákarli og ýmsu öðru góðgæti.

Félagið þakkar Vikublaði Nuuk og Hótel Hans Egede fyrir stuðninginn í sambandi við stofnun félagsins. Óski fólk eftir að fylgjast með starfsemi félagsins er hægrt að finna þau á; https://www.facebook.com/pages/Islandip-kammai-Islandsk-venskabsforening/279117048813539

eða senda póst á kammalaatigut@gmail.com

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...