Frá Norræna félaginu: Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Árbæjarsafn efna til Jónsmessugleði á Jónsmessunni sunnudagskvöldið 24. júní í Árbæjarsafni. Jónsmessugleðin verður með norrænu yfirbragði. Allir sem þess eiga kost eru beðnir að koma í þjóðbúningum. Félögum úr Dansk-íslenska félaginu, Færeyingafélaginu í Reykjavík, Nordmannslaget, Sænsk-íslenska félaginu, Suomi-félaginu og Grænlenska félaginu hefur verið boðin þátttaka og vonast ...
Lesa »Author Archives: KALAK
Haldið upp á daginn í Nuuk
Þjóðhátíðardeginum var fagnað í höfuðstaðnum. Fjölmenn skrúðganga fór um götur Nuuk í morgunsárið og hefðbundin athöfn, fáninn dreginn að húni, ræðuhöld, morgunverður og söngur. Það er ekki að ástæðulausu sem Grænlendingar völdu lengsta dag ársins sem sinn þjóðhátiðardag! Listasöfn og samkomustaðir opnir fram á kvöld og gleðin við völd. Myndirnar tók Leiff Josefsen
Lesa »Þjóðhátíðardagur Grænlendinga
Þjóðhátíðardagurinn er gjöf forfeðra okkar sem við sýnum virðingu, eru skilaboðin frá Narsaq Stóri dagurinn hófst með fánaskrúðgöngu klukkan hálfátta í morgun. Síðan var fáninn dreginn að húni klukkan átta undir kórsöng og varaborgarstjóri Kujalleq bæjarfélagsins, Kiista P. Isaksen, hélt ræðu. Þar talaði hún m.a. um að þjóðhátíðardagurinn væri arfur frá forfeðrunum sem sýnd skyldi fyllsta virðing auk þess ...
Lesa »Glæný bók
Ný bók um dýralíf á Grænlandi Frá Gyldendal útgáfunni er komin út áhugaverð bók um dýralíf á Grænlandi, skrifuð og uppsett af Mogens Trolle og með frábærum myndum Uri Golman. “Við viljum koma fram upplifunum og erum ekkert að fjalla um allt sem hægt er varðandi dýrin, en einblínum á áhugaverðustu staðreyndirnar um þau” segir Trolle. Bókin fjallar um 77 ...
Lesa »Konungleg gjöf á Grænlandi
Mary eldri með Mary yngri í Ilulissat Krónprinsessan fékk sleðahund Krónprinsessan kolféll fyrir grænlenskum sleðahundahvolpi þar sem hún dvaldist í fjóra daga á Hótel Arctic í Ilulissat og hrifningin var gagnkvæm. Starfsfólk hótelsins færði hinum tigna gesti ellefu vikna hvolpinn að gjöf, þegar þau sáu að hvorugt gat án annars verið og Mary gaf hvolpinum nafn á staðnum. Sú stutta ...
Lesa »Halló Norðurlönd
Frá Norræna félaginu: Upplýsingafundur um flutning til hinna Norðurlandanna á fimmtudag Upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, Halló Norðurlönd, vekurathygli á upplýsingafundi á Akureyri ætluðum fólki sem hyggur áflutning til hinna Norðurlandanna. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Eures,evrópska vinnumiðlun, og Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri. Á upplýsingafundinum verður farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga viðflutning til hinna Norðurlandanna. Fulltrúi frá ...
Lesa »Áhugaverð heimildarmynd í vinnslu
Tasiilaq – Ammassaliq – miðpunktur í heimildarmynd Eftirfarandi grein var á greenlandtoday.com þann 3. júní sl. Umrædd heimildarmynd er verkefni sem tveir ungir og ferðaglaðir Ítalir, Mario Bartoletti ljósmyndari og Bosin Graziano, sem rekur framleiðslufyrirtæki, standa fyrir og ætla að fá fleira fólk með sér til að klára kvikmyndaverkefnið. Þeir voru staddir í Tasiilaq í marsmánuði þar sem þeir leituðu ...
Lesa »3000
Um þrjú þúsund börn hlupu skólahlaup í bæjarfélaginu Sermersooq á fimmtudaginn. Bæjarfélagið er að vísu stórt, nær frá vesturstöndinni yfir á þá eystri en fjölmennið er þó afar athyglisvert. Eins og kemur fram í Sermitsiaq er “skólahlaup dagsins, ef ekki ársins, varð meiriháttar velheppnaður viðburður þar sem um þrjú þúsund börn hlupu, og er þá allt bæjarfélagið tekið með”. Ekki ...
Lesa » KALAK – Vinafélag Grænlands og Íslands
KALAK – Vinafélag Grænlands og Íslands 
				 
			
 
							 
							 
							 
							 
							