Þau sem komið hafa til Tasiilaq þekkja búðina hennar Gerðu eða Gerdu Vilholm. Gulmálað húsið við kirkjuna og gegnt bæjarskrifstofunum þar sem hægt er að setjast niður og fá sér ís, kíkja í blöðin og já, komast á netið. Gerða stækkaði búðina fyrir nokkrum misserum og þar er nú bókabúð og allt milli himins og jarðar í litlu sætu sjoppunni. ...
Lesa »Gamalt
Jólakort til styrktar Kalak
Kalak hefur til sölu jólakort til styrktar starfinu. 10 stykki á þúsundkall sem þykir nokkuð hagstætt í dag. Hin hjartastóra Lilja Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og Grænlandsvinur, lét útbúa kortin og færði Kalak til fjáröflunar. Myndina teiknaði vinkona Lilju, hin fimm ára gamla Iluuna Inuudduaqqutsu sem er frá Tasiilaq og inni í kortinu er prentuð jóla- og áramótakveðja á bæði íslensku og ...
Lesa »Scoresbysund að hausti
Akureyringurinn Árni Valur Vilhjálmsson dvelur ósjaldan í húsi fjölskyldunnar í Kap Tobin við Scoresbysund. Þar hefur hann horft í augun á ísbjörnum, en sem betur fer í gegnum eldhúsgluggann. Árni Valur dvaldi þarna “uppfrá” í haust og eins og svo oft áður myndaði hann nágrennið, Ittoqqortoormiit og hið rosalega Scoresbysund sem hægt og bítandi lagðist ís. Já, sumrin eru ekki ...
Lesa »Smá töf á flugi
Það geta orðið smávægileg vandræði með samgöngur þegar maður býr í hinu einangraða Ittoqqortoormiit á austurströnd Grænlands. Það máttu þau reyna þau Hans Henrik Arqe, lögreglumaður og Pauline Christensen, fimmtán ára nemi sem ætluðu að fljúga frá Kulusuk og heim á laugardeginum fyrir níu dögum síðan. Þau, ásamt nokkrum löndum sínum, máttu “millilenda” í Reykjavík en þegar þangað var komið ...
Lesa »Bessastaðir
Allt gengur samkvæmt langbestu óskum með sundkrakkana enda hópurinn ótrúlega vel skipaður að þessu sinni. Undanfarin ár hafa börnin verið nálægt þrjátíu en eru nú 24 frá minni þorpum austurstrandar Grænlands. Fararstjórarnir koma frá Ittoqqortoormiit, Tasiilaq og þrjú frá Kulusuk, þar á meðal herforinginn sjálfur, Lars Peter Stirling. Hann hefur rifið upp skólann í Kulusuk undanfarin ár og er nú ...
Lesa »sundkrakkarnir að gera það gott
Allt hefur gengið eins og í sögu hjá sundkrökkunum austur-grænlensku sem dveljast nú í Kópavogi og stunda nám með íslenskum jafnöldrum ásamt því að synda tvisvar á dag. Á austurhluta Grænlands eru ekki sundlaugar þannig að þau eru í banastuði í upphituðum laugunum og læra tökin á mettíma. Um helgina fóru þau í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í boði Íþrótta-og tómstundaráðs ...
Lesa »Matur
Þar sem ísinn minnkar stöðugt þurfa ísbirnir að leita matar á ógreiðfærum stöðum. Kenningar eru jafnvel uppi um að í stað þess að geta beðið í ísnum í leit að sel þá syndi birnirnir tugi og jafnvel hundruði km um í hafinu og sumir þeirra drukkni. Talið er að ísbirnir geti synt vel yfir tvö hundruð km en stysta leið ...
Lesa »Polar bear blog
Á samskiptavefnum facebook er til síða sem heitir The Polar bear blog og þar er vísað í hinar ýmsu greinar, héðan og þaðan, þar sem ísbirnir koma við sögu. Grænland er auðvitað þar á meðal en mikið er um greinar og myndir eftir vísindamenn sem ferðast á norðlægum slóðum. 37 mynda sería birtist nýlega eftir ljósmyndarann Sergeydolya og eru hreint ...
Lesa »
KALAK – Vinafélag Grænlands og Íslands