Forsíða

Aðalfundur KALAK sunnudaginn 14. maí í Pakkhúsi Hróksins

Aðalfundur KALAK, vinafélags Íslands og Grænlands, verður haldinn sunnudaginn 14. maí kl. 14 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og eru allir gamlir og nýir vinir Grænlands velkomnir. KALAK fagnaði nú í vor 25 ára afmæli, en það var stofnað 4. mars 1992. Stærsta verkefni félagsins árlega er að bjóða 11 ára börnum frá ...

Lesa »

Blindi snillingurinn Paulus Napatoq sigursæll á skákhátíðinni á Grænlandi

Blindi pilturinn Paulus Napatoq hefur farið á kostum á skákhátíð Hróksins og KALAK í Ittoqqortoormiit, afskekktasta þorpi Grænlands, sem hófst á miðvikudag og lýkur á morgun með ,,Degi vináttu Íslands og Grænlands”. Á laugardag varð Paulus efstur 40 keppenda á Norlandair-meistaramóti bæjarins, sigraði í öllum skákum sínum og tryggði sér meistaratitilinn 2017. Ittoqqortoormiit er við Scoresby-sund á 70. breiddargráðu, tæplega ...

Lesa »

Páskaskákhátíð í ,,Ísbjarnarbænum” 11. árið í röð

Skákfélagið Hrókurinn og KALAK standa næstu vikuna fyrir hátíð í Ittoqqortoormiit, afskekktasta þorpi Grænlands. Þetta er ellefta árið í röð sem Hróksliðar slá upp hátíð skáklistar og vináttu í Scoresby-sundi, sem er á 70. breiddargráðu, næstum þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. Íbúar eru á fimmta hundrað og að jafnaði taka öll börn bæjarins þátt í skákhátíðinni sem hefst á ...

Lesa »

Húsfyllir á málþingi KALAK um Grænland og Ísland — stórkostleg ljósmyndasýning Jóns Grétars opnuð

Húsfyllir var á málþingi KALAK í Pakkhúsi Hróksins laugardaginn 1. apríl. Yfirskrift málþingsins var ,,Ísland og Grænland — vinir og samherjar í norðrinu” og frummælendur voru Heiðar Guðjónsson, Kristín S. Hjálmtýsdóttir, Árni Gunnarsson og Inga Dora Markussen. Fundarstjóri var Bogi Ágústsson fréttamaður og formaður Norræna félagsins. Hrafn Jökulsson bauð gesti velkomna og fór nokkrum orðum um ljósmyndasýningu Jóns Grétars Magnússonar, ...

Lesa »

Grænland og Ísland — vinir og samherjar í norðrinu

KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, boðar til opins fundar í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 1. apríl klukkan 14. Yfirskrift fundarins er „Grænland og Ísland — vinir og samherjar í norðrinu“ og mun Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins, stýra umræðum. Setningarávarp flytur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Frummælendur á fundinum eru: Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og formaður Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins. Árni ...

Lesa »

Ný viðhorf til fornmanna á Grænlandi

Guðmundur Magnússon skrifar mjög athyglisverða fréttaskýringu í Morgunblaðið 20. mars, sem byggð er á nýlegri grein í Smithsonian Magazine um afdrif norrænna manna á Grænlandi. Við fengum góðfúslegt leyfi Guðmundar til að birta greinina hér. Örlög norrænna manna á Grænlandi til forna eru til umfjöllunar í grein eftir Tim Folger í nýjasta hefti Smithsonian Magazine. Þar kemur fram að viðhorf ...

Lesa »

KALAK fagnar 25 ára afmæli á laugardag — allir velkomnir

KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, boðar til 25 ára afmælisfagnaðar laugardaginn 4. mars kl. 14-16 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Rifjuð verður upp saga félagsins, boðið upp á veitingar og nýir og gamlir Grænlandsvinir boðnir velkomnir til fagnaðarfundar. KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, var stofnað í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 4. mars 1992. Í fyrstu stjórn KALAK ...

Lesa »

Gleði og vinátta á Polar Pelagic-hátíð Hróksins og KALAK á Grænlandi

Liðsmenn Hróksins og KALAK standa nú fyrir III. Polar Pelagic-skákhátíðinni á Austur-Grænlandi og hefur skákgleðin verið við völd síðan á miðvikudag. Leiðangursmenn dvöldu fyrstu dagana í Kulusuk, næsta nágrannabæ Íslands, og stóðu fyrir kennslu og fjölteflum í grunnskóla bæjarins. Börnin í Kulusuk eru sleip í taflmennskunni, enda hafa Hróksliðar heimsótt þorpið margoft á undanförnum árum. Leiðangursmenn eru Hrafn Jökulsson forseti ...

Lesa »